Fulltrúar viðskiptaráða á Norðurlöndum, sem samanlagt eru málsvarar fyrir um fimmtíu þúsund norræn fyrirtæki, munu funda hérlendis í ágúst á næsta ári í boði Viðskiptaráðs Íslands. "Samskipti við fyrirtæki og samtök þeirra á Norðurlöndum skipta okkur meira máli nú en áður enda hafa fjárfestingar íslenskra fyrirtækja á hinum Norðurlöndunum vaxið mikið á undanförnum árum" segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands í nýju fréttabréfi ráðsins.

Við reiknum með að 25 - 30 fulltrúar viðskiptaráðanna á hinum Norðurlöndunum komi á næsta ári og getur það eflt enn frekar samskiptin.