Margir af fulltrúum helstu fyrirtækja í íslensku atvinnulífi voru samankomnir þegar Ársfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram í gær. Fundurinn var haldinn í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn fullur þegar flestir voru. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessor héldu erindi. Að auki héldu Þórsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ásdís Halla Bragadóttir, stofnandi Sinnum heimaþjónustu, og Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, erindi

Birna Einarsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir
Birna Einarsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka og Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika.

Friðrik Már Baldursson
Friðrik Már Baldursson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði var á meðal framsögumanna.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir,
Sigríður Margrét Oddsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir,
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigríður Margrét Oddsdóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir hjá Já.

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.

Ásdís Halla Bragadóttir
Ásdís Halla Bragadóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ásdís Halla Bragadóttir var á meðal fundargesta.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir
Sigrún Ragna Ólafsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, var fundarstjóri.