Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands gagnvart Suður Afríku, verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda við opinbera minningarathöfn um Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Minningarathöfnin verðurr haldin í Jóhannesarborg á morgun.

Mandela lést síðastliðinn fimmtudag, 95 ára að aldri. Hann var þekktur og virtur um allan heim fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann sat í fangelsi í 27 ár og losnaði úr því árið 1990. Hann var kjörinn forseti árið 1994 og gegndi því embætti í fimm ár.