Eigendur Icelandia, sem fyrir tveimur árum náði samningum við Snæfellsbæ um einkarétt á vatnstöku við Snæfellsjökul, hafa kært fyrrum meðeigendur sína til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir fjársvik, umboðssvik, þjófnað og óréttmæta viðskiptahætti. Telja þeir að umræddir aðilar hafi vísvitandi viljað knésetja félagið og lagt á ráðin um að koma hinum verðmæta vatnstökusamningi yfir í nýtt félag með aðild fjárfestis, Kanadamannsins Otto Spork, sem áður hafði ætlað að fjárfesta í Icelandia.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag.