Samninganefndir BHM og ríkisins mætast aftur á fundi klukkan hálf níu í kvöld. Þessu greinir RÚV frá. Eins og VB.is greindi frá fyrr í dag slitnaði upp úr viðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins, en fundur hófst milli aðilanna kl. 11 í morgun. Ráðamenn hafa sagt að í kvöld séu síðustu forvöð til að ná samningum. Ef það takist ekki verði að leita annarra leiða.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV lagði samninganefnd ríkisins fram tillögur á fundinum í dag og fara samningamenn BHM nú yfir þær.

Formaður félags hjúkrunarfræðinga sagðist í dag eiga von á lagasetningu á verkfallið fyrst ekki tókst að semja. Hins vegar greinir RÚV frá því aðð meðan enn er fundað í þeirri deilu sé ólíklegt að sett verði lög á verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefur nú staðið í rúmar tvær vikur.