Stjórn Persónuverndar ætlar á næsta fundi sínum að fjalla um það hvort fyrirtækið ja.is hafi farið að úrskurði Persónuverndar þess efnis að fyrirtækið afmái persónugreinanlegar upplýsingar úr 360° götusýn sinni en hún gerir fólki kleif að sjá hvað viðkomandi býr, myndir af húsi hans og umhverfi. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í ágúst að myndbirting væri heimil að því gefnu að einungis væru birtar ópersónugreinanlegar upplýsingar. Það er ekki rétt í öllum tilvikum enda hægt að sjá andlit sumra í götusýninni.

Ja.is bar að senda Persónuvernd staðfestingu á því að fyrirmælunum í úrskurðinum hefði verið fylgt eigi síðar en 1. október í fyrra. Staðfesting hefur hins vegar enn ekki borist, að sögn Morgunblaðsins.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, sagði í viðtali við Morgunblaðið að frávikin geti verið einhver en að fólk geti látið vita af þeim og verður brugðist við.