*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Innlent 20. nóvember 2016 11:57

Fundað aftur í dag

Fulltrúar Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar funda aftur í dag. Líklegt er að málin skýrast að fundi loknum.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Haraldur Guðjónsson

Fulltrúar Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, funda aftur í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum. Sömu fulltrúar hittust í gærkvöldi og voru flestir talsvert bjartsýnir eftir fundinn.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var jákvæð eftir fundinn og sagði í viðtali fréttastofu Ríkisútvarpsins, að það hafi verið farið yfir stór mál á borð við heilbrigðsmál, skattamál, sjávarútvegsmál og stjórnarskrámál. Hún telur það því líklegt að flokkarnir geti unnið saman.

Formenn hinna flokkanna sem taka þátt í þessum viðræðum, hljómuðu einnig bjartsýnir fyrir framhaldinu. Eins og áður hefur komið fram þá funda flokkarnir aftur í dag klukkan 13 – og líklegt er að það skýrist hvort að flokkarnir hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður.