Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur ásamt þeim Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra, fundað með fulltrúum hollenskra stjórnvalda og matsfyrirtækisins Moody's í Washington um helgina vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í samtali við Morgunblaðið segist Steingrímur ekki vilja hafa uppi stór orð um samskiptin við Hollendinga, hann skilji að pólitískt ástand í landinu sé viðkvæmt. Fundurinn með Hollendingunum hafi verið málefnalegur og góður.

Um fundinn við Moody's segir Steingrímur að hann hafi verið ágætur. Upplýsingum um stöðu efnahagsmála á Íslandi hafi verið dælt í fulltrúa fyrirtækisins og reynt að sannfæra þá um að anda rólega og sjá hvernig ynnist úr málum. Fyrstu greiðslur úr þrotabúi Landsbankans séu væntanlegar fljótlega.