Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco funduðu með bæjaryfirvöldum í Garðabæ á fimmtudaginn um að opna mögulega verslun í Kauptúni 3, steinsnar frá IKEA, en þar eru m.a. Bónus og Habitat til húsa. Um var að ræða fyrsta fund þeirra á milli. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið .

Costco leggur einkum áherslu á að selja margvíslegar vörur í magnpakkningum á lágu verði. Á meðal þess sem er selt í verslunum Costco eru matvörur, raftæki, húsgögn og fatnaður.

Morgunblaðið greindi frá því í vor að Costco, sem er næststærsta smásölufyrirtæki Bandaríkjanna, hefði til skoðunar að opna verslun hér á landi.