Fyrsti fundur verkefnisstjórnar, um flutning aðalskrifstofu Fiskistofu til Akureyrar, var haldinn í dag, að því er fram kemur á vef RÚV . Verkefnisstjórnina skipa forstjóri og tveir starfsmenn Fiskistofu auk ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins og annars starfsmanns þess.

Verkefnisstjórnin hefur það hlutverk að kortleggja flutninginn og næstu skref. RÚV hefur eftir Eyþóri Björnssyni, forstjóra Fiskistofu, að ekki hafi dregið til tiðinda á fundinum og fundað verði fljótlega aftur.