Nefnd um mögulega sameiningu sveitarfélagsins Álftaness við Garðabæ fundar í dag. Þar mun að öllum líkindum draga til tíðinda hvað varðar næstu skref sameiningaráforma.

Að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, eru tvær leiðir færar. Annað hvort verður tillaga samþykkt um að senda málið til sveitarstjórnanna sem endar með íbúakosningu um sameiningu, eða að viðræðum verður slitið.

Hann vildi ekki gefa upp afstöðu Garðabæjar í málinu.

Allar upplýsingar liggja nú fyrir til grundvallar ákvörðunar um málið. Beðið hefur verið eftir ársreikningi Álftaness, ákvörðun um yfirtöku Álftaness á sundlauginni í bæjarfélaginu af Fasteign og hvert framlag ríkisins verður ef bæjarfélögin sameinast. Þrír fulltrúar frá hvoru sveitarfélagi sitja í nefndinni sem fundar á morgun.

Álftanes
Álftanes
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)