*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 29. október 2014 18:27

Fundað um framtíð heilbrigðismála - Myndir

Það var vel sóttur fundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu á Grand hótel í gær þar sem fjallað var um heilbrigðismál.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hverjir munu vinna á heilbrigðisstofununum framtíðarinnar? Þetta var stóra spurningin á fundi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem haldinn var í gær á Grand hóteli. Yfirskrift fundarins var „Fagmenn framtíðar.“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, lagði mikla áherslu á uppbyggingu Landspítalans og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, veltu upp þeirri spurningu hver ætlaði að sjá um fólk í ellinni. 

Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fjallaði meðal annars um brottflutning íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bryndís Hlöðversdóttir, starfsmannastjóri Landspítala, fór yfir tækifæri og ógnir við mönnun á spítalanum. 

Að lokum fjallaði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, um vinnumarkað framtíðarinnar og sló hann á létta strengi í lokin og gerði grín að kynslóðabilinu.