Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis mun funda í dag kl.16:00 um heimild til handa Íbúðalánasjóði að veita óverðtryggð lán. Frumvarp um breytingar á húsnæðislögum var til umfjöllunar síðastliðinn vetur í nefndinni en ekki var talið skynsamlegt að afgreiða það þá. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Sigríður er varaformaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.

"Ég tel mikilvægt að félags- og tryggingamálanefnd afgreiði 2. og 3.grein fumvarpsins nú í haust sem fjalla um óverðtryggð lán enda er miklvægt að heimilum bjóðist valkostur við verðtryggð lán hjá sjóðnum sem fyrst," segir Sigríður í tilynningu.

Frumvarp um breytingu á húsnæðislögum má sjá hér.