Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda um breytingar á mörkum friðlands Þjórsárvera. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að ekki sé komin endanleg dagsetning. Miðvikudagurinn í næstu víku er þó líklegur.

Það var Katrín júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sem óskaði eftir því a þessi fundur yrði haldinn. „Það var sjálfsagt mál að verða við þeirri ósk – ég held að þessi fundur hefði nú verið haldinn hvort sem er,“ segir Höskuldur. Fundurinn verður opinn fjölmiðlum.

Fréttastofa RÚV greindi frá því á föstudag að Sigurður Jóhannsson umhverfisráðherra hefði ákveðið að breyta friðlýsingarskilmálum Þjórsárvera þannig að hægt verði að ráðast í gerð nýrrar útfærslu af Norðlingaölduveitu.