Elsti sonur Donald Trump, Bandaríkjaforseta átti á síðasta ári fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð upp á að veita upplýsingar sem væru hugsanlega skaðlegar fyrir Hillary Clinton. New York Times greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur þetta eftir þremur hátt settum embættismönnum í Hvíta húsinu.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Donald Trump yngri átti fundurinn sér stað í júní á síðasta ári. Með Trump yngri á fundinum voru einnig þeir Paul Manafort sem var á þeim tíma kosningastjóri Trump og Jared Kushner, tengdasonur Trump. Funduðu þeir með konu að nafni  Natalia Veselnitskaya.

Trump yngri mun hann hafa komist í samband við konuna eftir að kunningi hans frá ungfrú alheimur keppninni árið 2013 hefur vísað til hennar. Hafði honum verup sagt að Natalia  byggi yfir upplýsingum sem gætu hjálpað kosningabaráttu föður hans. Hann segir fundin hafa staðið í um 20 til 30 mínútur það hafi fljótlega orðið ljóst að konan byggi ekki yfir neinum mikilvægum upplýsingum.