Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fer til Bessastaða í fyrramálið og mun hann funda þar með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Forsetinn fól Sigmundi stjórnarmyndunarumboð fyrir þremur vikum, þ.e. 30. apríl síðastliðinn.

Þeir Sigmundur og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa fundað nær dag hvern um myndun næstu ríkisstjórnar sem mun taka við af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem setið hefur í einni eða annarri mynd frá vordögum 2009. Síðustu daga hafa þeir fundað í Alþingishúsinu.