Samkvæmt frétt RÚV er reiknað með að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, byrji að funda með formönnum stjórnarflokkanna klukkan tíu í fyrramálið en von er á tilkynningu frá forsetaembættinu síðar í dag.

Sigurður Ingi baðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína á fundi með forseta Íslands í dag. Í viðtali við RÚV sagði Sigurður Ingi eðlilegt að forsetinn ræði við formenn allra flokka. Mörgum leiðum hafi verið hafnað í kosningunum m.a. núverandi ríkisstjórn, byltingu Pírata og vinstristjórn.

Sigurður Ingi taldi því að flókið verði að leysa úr stöðunni en benti á tímaramminn til stjórnarmyndunar sé þröngur þar sem kalla þurfi þingið saman innan tíu vikna og samþykkja fjárlög fyrir áramót.