Bankar og aðrir alþjóðlegir fjárfestar sem hafa hagsmuni að gæta vegna hruns íslensku bankanna munu funda hér á landi á næstu vikum. Þetta kemur fram á vefsíðu breska blaðsins Financial Times.

Fundarhöldunum er ætlað að auka upplýsingaflæði vegna enduruppbyggingar bankakerfisins til alþjóðlegra hagsmunaaðila að sögn blaðsins. Fram kemur í frásögn blaðsins að ráðgjafafyrirtækið Deloitte hafi verið ráðið af skilanefndum Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Fyrirtækið aðstoðar samstarfsnefndir kröfuhafa um upplýsingar vegna stöðu blaðsins. Sem  kunnugt er hefur verið skilið á milli innlendra eigna og skuldbindinga hinna þjóðnýttu banka og annarra eigna og skuldbindinga.

Financial Times hefur Mark Adams, hjá Deloitte, að markmið skilanefndanna sé að hámarka verð sem fæst fyrir þær eignir sem eru eftir í “gömlu” bönkunum. Líklegra sé að það takist sé samstarf haft við kröfuhafa en ef ráðist er í brunaútsölu. Vísbendingar um hvað erlendir kröfuhafar fá upp í kröfur sínar hafa borist frá markaðnum í þessari viku.

Uppboð var á afleiðum tengdum skuldabréfum Landsbankans í gær og fengust aðeins 1,25 sent á móti evru í kröfunnar. Þetta þýðir að þeir seldu skuldatryggingaafleiður í bankanum þurfa að borga út 1,7 milljarð Bandaríkjadala. Sambærileg uppboð með skuldatryggingar í skuldabréfum Glitnis og Kaupþings fara fram í dag og morgun.