Þingflokksfundi Framsóknarflokksins sem hófst í hádeginu hefur verið frestað þar til síðar í dag. Þetta kemur fram á vef ruv.is.

Á fundinum mun flokkurinn fjalla um mál Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, en í Kastljósi í gær kom fram að hann hefði stofnað aflandsfélag árið 2003 í því skyni að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki.

Þingmenn Framsóknarflokksins villdu ekki tjá sig við RÚV fyrir fundinn en sögðu þó að stefnt væri að því að komast að niðurstöðu á honum.