Fundi í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna var um 20 mínútur yfir þrjú enda var engin niðurstaða af fundinum sem var sá fyrsti milli viðsemjenda í tvær vikur.

Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og ætlast ríkissáttasemjari greinilega til að deiluaðilar ræði ekki við fjölmiðla, því samkvæmt frétt RÚV um málið hafa þeir verið settir í fjölmiðlabann eins og það er þar orðað.

Vísar fréttin meðal annars í umfjöllun Morgunblaðsins um að gremju gæti hjá útgerðarmönnum í garð ráðherra fyrir að höggva ekki á hnútinn. Séu smærri útgerðir óþolinmóðari gagnvart úrlausn heldur en þær stærri.

Eina sem heyrst hefur frá ráðherra um málið er tíst á samfélagsmiðlinum Twitter um að vinna væri hafin við að kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins á fyrirtæki og sveitarfélög.