Málverk eftir Vincent Van Gogh fannst á dögunum á háalofti hjá auðmanni í Noregi. Þetta er fyrsta málverkið sem finnst eftir Van Gogh síðan 1928, segir Telegraph.

Málverkið heitir Sólarsetur við Montmajour og er teikning af trjám og himninum í suðurhluta Frakklands. Verkið var málað árið 1888. Það hefur verið á háalofti hjá umræddum Norðmanni allt frá árinu 1908 en hann hélt að verkið væri falsað.

Verkið var svo afhjúpað á Van Gogh safninu í Amsterdam í dag. Staðfesting fékkst á því að þetta væri raunverulega verk eftir Van Gogh með því að bera þa saman við tækni Van Goghs og bréf sem hann skrifaði til að lýsa verkinu.