*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 25. febrúar 2020 12:35

Fundu 90 þúsund tonn af loðnu

Hafrannsóknarstofnun telur stóra hrygningarloðnu við Papey sömu og mælst hafi áður og því ekki gefa tilefni til veiði.

Ritstjórn

Um helgina bárust fréttir af stórri hrygningarloðnutorfu við Papay sem Fiskifréttir fjölluðu ítarlega um, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um áður getur munað tugum milljarða fyrir þjóðarbúið hvort loðna finnist í mælanlegu magni eður ei við landið, en svo var ekki í síðustu mælingum.

Hagrannsóknarstofnun segir að bráðabirgðamat sitt sé að loðnan sem fundist hafi við Papey sé um 90 þúsun dtonn og telur stofnunin líkur á að um sé að ræða sama torfa og mæld var út af norðausturhorni landsins fyrr í mánuðinum. Því gefi niðurstaðan ekki tilefni til breyttrar veiðiráðgjafar fyrir loðnu að því er segir á vef stofnunarinnar.

Nánar má lesa um málið á vef Fiskifrétta.