Spænska olíufyrirtækið Repsol hefur fundið eina stærstu olíulind sem fundist hefur í Alaska í hátt að 30 ár.

Samkvæmt fréttaflutningi CNN væri hægt að fylla um 1,2 milljarða tunna með því að bora á umræddu svæði.

Olíulindin er á svæði sem kallast Horseshoe, en um 75% af svæðinu er í eigu Armstrong Inc. frá Denver. Restin er í eigu Repsol.

Repsol hefur leitað og unnið olíu í Alaska frá árinu 2008, en félagið hefur aldrei rekist á lind af sambærilegri stærðargráðu.

Fréttirnar hafa valdið þó nokkrum áhyggjum meðal framleiðenda, sem óttast aukið framboð og viðvarandi lág verð á markaði.