Miklar breytingar verða gerðar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hlutabætur til starfsfólks fyrir tækja í lægra starfshlutfalli. Upphafleg frumvörp voru í raun ónýt áður en mælt var fyrir þeim inni á þingi.

Ríkisstjórnin hefur boðað aðgerðapakka til að bregðast við efnahagsáföllum í kjölfar heimsfaraldursins sem nú geisar. Í svari við óundirbúinni fyrirspurn Þorsteins Víglunds- sonar, þingmanns Viðreisnar, í fyrradag sagði Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráð- herra, að samkvæmt „einhverri sviðsmynd, að gefnum ýmsum forsendum, getum við farið að horfa upp á samdrátt á árinu sem gæti legið öðrum hvoru megin við 6%“. Mögulega yrði hann meiri eða í kringum 8%. Erfitt væri að segja til um hve stór aðgerðapakki stjórnarinnar yrði þar sem ástandið væri kvikt og því ekki tímabært að segja til um heildarumfang aðgerða. Viðbúið væri að ríkissjóður yrði rekinn með um 100 milljarða króna halla á árinu og þá ætti eftir að taka aðgerðir ríkisins með í reikninginn.

Sjá einnig: Tæpar 1.500 milljónir vegna Covid19

Fyrstu aðgerðirnar hafa komið til kasta þingsins síðastliðna viku. Fyrir helgi samþykkti þingið tímabundna frestun á helmingi tryggingagjalds og launatengdra gjalda sem voru á eindaga síðastliðinn mánudag. Áætlað er að um 22 milljarðar króna skili sér seinna í ríkiskassann vegna þessa. Tvö frumvörp, eitt sem varðar greiðslu launa til þeirra sem sæta sóttkví og annað um hlutabætur frá ríkinu til starfsfólks sem lækkar í starfs- hlutfalli vegna efnahagsástands- ins, voru lögð fram á föstudag og mælt fyrir þeim á þriðjudag.

Í ljósi ástandsins tók velferðarnefnd þingsins ákvörðun um að hefja umfjöllun um þau strax um helgina til að flýta fyrir afgreiðslu þeirra. Samkvæmt þeim áætlaði ríkið að verja sam- tals um 1,5 milljörðum króna í greiðslur til fólks í sóttkví og í hlutaatvinnuleysisbætur. Sam- kvæmt síðarnefnda frumvarp- inu átti að vera þak, 80% af hefðbundnum launum eða 650 þúsund mánaðarlegar krónur, hvort sem kæmi á undan, á sam- anlögðum heildargreiðslum úr atvinnuleysistryggingasjóði og frá vinnuveitanda en til að eiga rétt á þeim þurfti starfshlutfall launamanns að vera á bilinu 50- 80%. Þak var einnig á greiðslum vegna vistar í sóttkví.

Ákveðið var á þriðjudag í síðustu viku að leggja í gerð frumvarpanna og var áætlað að þau yrðu tilbúin á tveimur vikum. Eftir að ferðabann Bandaríkjanna lá fyrir var hins vegar ljóst að hraða þyrfti aðgerðum. Frumvörpin voru því samin á rétt rúmum sólarhring. Strax í framsöguræðu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, lá fyrir að texti frumvarpsins um hlutabætur væri í raun orðinn úreltur.

Ónýt áður en mælt var fyrir þeim

Þegar málið gekk til nefndar var ljóst að ósennilegt væri að frumvörpin tvö myndu duga til að hafa tilætluð áhrif. Fjöldi fyrirtækja væri einfaldlega í þeirri stöðu að það að minnka starfshlutfall starfsmanna niður í 50% myndi ekki duga til og lögin myndu því ekki ná því markmiði að koma í veg fyrir uppsagnir. Staða margra fyrirtækja í ferðaþjónustu er slík, eftir að innflæði tekna þornaði upp á einni nóttu, að þau hafa vart efni á því að greiða fólki laun í uppsagnar- fresti og gjaldþrotaskipti því eini möguleikinn í óbreyttu ástandi. 80% upphæðin af heildarlaunum myndi síðan koma afar illa við tekjulægstu hópana og auka enn á vandræði þeirra við að ná endum saman. Þá stæði fisk- vinnslufólk, en meiri samdráttur er fyrirséður í sjávarútvegi en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, og stúdentar, sem sjá fram á að fá ekki sumarvinnu, fyrir utan texta laganna.

Velferðarnefnd þingsins fundaði fram á kvöld í fyrradag og maraþonfundarhöld voru fyrirhuguð í gær svo unnt væri að hefja aðra umræðu um frumvarpið á þingfundi í dag. Þegar leið á daginn varð ljóst að slíkt myndi ekki nást og var þingfundi sem áætlaður var í dag frestað fram á morgundaginn. Samtímis var unnið bæði í ráðuneytum félags- og fjármála að útfærslum sem líklegri væru til að ná tilsettu markmiði. Ljóst er að áskilið 50% starfshlutfall verður lækkað til muna og miklar breytingar verða gerðar á áður fyrirhuguðu þaki.

Von er á uppfærðum viðbragðapakka frá ríkisstjórninni áður en langt um líður. Heimildir blaðsins herma að vonast sé til þess að umræddur pakki verði kynntur í dag eða á morgun. Ljóst sé að minnsta kosti að biðin megi ekki vera mikið meiri enda styttist í annan endann á mánuðinum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .