Fulltrúar Seðlabanka Íslands og fjármálaráðherra funduðu í gær með  bandarískum fjárfestingasjóðum sem halda utan um stóran hluta þeirra 320 milljarða aflandskrónueigna sem til stendur að leysa úr landi með gjaldeyrisútboði Seðlabankans í næsta mánuði. Frá þessu er greint á vef dv.is í dag.

Ef marka má heimildir DV kom það fram á fundinum að gjaldeyrisútboð Seðlabankans mun fara fram 16. júni næstkomandi.

Í nýsamþykktum lögum er aflandskrónueigendum gefinn kostur á að skipta á krónueignum sínum í evrur í fyrrnefndu útboði Seðlabankans ella að fjármunir þeirra verði fluttir á læsta reikninga sem bera 0,5% vexti og endurskoðaðir á tólf mánaða fresti af Seðlabankanum. Frum­varpið miðar að því að tryggja efna­hags­­legan stöð­ug­­leika með lög­­um, í tengslum við gjald­eyr­is­út­­­boð Seðla­­banka Íslands, sem ráð­­gert er í næsta mán­uði, og leggja grunn­inn að loka­hnykk áætl­­unar stjórn­­­valda um losun fjár­­­magns­hafta