Sérstakur fundur fjármálaráðherra evruríkjanna, sem halda átti á morgun, hefur verið blásinn af, en á fundinum átti að taka ákvörðun um 130 milljarða evra björgunarpakka handa gríska ríkinu.

Financial Times hefur eftir Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formanns hins svokallaða evruhóps, að enn væri beðið eftir nægilega trúverðuglegum yfirlýsingum frá grískum stjórnvöldum um að þau ætluðu að standa við aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Þessar aðgerðir eru skilyrði fyrir því að björgunarpakkinn verði afgreiddur.

Þessi töf á afgreiðslu björgunarpakkans eykur líkur á greiðslufalli gríska ríkisins í næsta mánuði, en þá koma 14,5 milljarða evra skuldabréf á gjalddaga.