Á morgun heldur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og KPMG hádegisverðafund um ábyrgð og hæfi stjórnenda. Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli og hefst klukkan 12.

Frummælendur fundarins eru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur, Daði Ólafsson, héraðsdómslögmaður, Margrét G. Flóvenz, endurskoðandi og Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri vátryggingasviðs Fjármálaeftirlitsins.

„Umfjöllun um stjórnarhætti hefur sjaldan verið eins mikil og nú eftir undangengnar hræringar í efnahagslífinu. Ýmsar spurningar hafa vaknað um stjórnarhætti sem hafa viðgengist í íslensku viðskiptalífi og er viðskiptasiðferði í mörgum tilvikum dregið í efa. Samfélagið kallar á breytt vinnulag hjá félögum og að stjórnarmenn og stjórnendur axli ábyrgð á gerðum sínum.

Georg Andersen, MBA, stýrir fundi og fyrirspurnum úr sal.

Fundurinn er öllum opinn. Hann hefst  kl. 12.00 og lýkur kl. 13.30.

Skráning fer fram á vef félagsins fvh.is,“ segir í tilkynningu.