Nú stendur yfir samningafundur milli flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Fundurinn hófst kl. 13 í dag. Tveir fundir voru haldnir í síðustu viku en báru ekki árangur.

Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, segir í samtali við Viðskiptablaðið að talsvert beri enn í milli í viðræðunum og ekki sé vitað hvenær fundur klárist. Þó telur hann að línur séu aðeins farnar að skýrast.  „Við erum svona að smá nálgast kannski, en það ber ennþá svolítið í milli,“ segir Maríus.

Samninganefnd flugvirkja hefur gagnrýnt SA fyrir ranga launaútreikninga en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, hafnaði þeirri gagnrýni i samtali við mbl.is. Aðspurður segir Maríus að flugvirkjar hafi aldrei fengið að sjá þau gögn sem SA leggur til grundvallar útreikningnum og á meðan SA leggi ekki fram haldbær gögn, þá hafni þeir honum.