Á sameiginlegum fundi ÍMARK og Sambands íslenskra auglýsingastofa í fundarsal Arion banka í Borgartúni í gær var rædd staða jafnréttis- og kynjamála í auglýsingageiranum.

Leitast var svara við spurningum eins og: Hvaða máli skiptir kynjajafnvægi við mótun markaðsskilaboða?

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, setti fundinn. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, kynnti því næst niðurstöður nýrrar könnunar um kynjahlutföll í auglýsinga- og markaðsmálum. Að lokinni kynningu hennar tóku við pallborðsumræður.

Þátttakendur í pallborði voru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Dóra Ísleifsdóttir, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- & markaðssviðs Toyota, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg og Selma Rut Þorsteinsdóttir, listrænn stjórnandi hjá Pipar TBWA. Fundarstjóri var Elísabet Sveinsdóttir markaðskona.

Elísabet Sveinsdóttir markaðskona, Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- & markaðssviðs Toyota, Dóra Ísleifsdóttir, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Selma Rut Þorsteinsdóttir, listrænn stjórnandi hjá Pipar TBWA, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg
Elísabet Sveinsdóttir markaðskona, Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- & markaðssviðs Toyota, Dóra Ísleifsdóttir, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Selma Rut Þorsteinsdóttir, listrænn stjórnandi hjá Pipar TBWA, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg
© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA
© Aðsend mynd (AÐSEND)