Á fundi, sem haldinn var að undirlagi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, í maí sagði hann m.a. að rétt væri að hæstaréttardómurum yrði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Meðal þeirra nefnda sem hann telur að hæstaréttardómarar eigi ekki að sitja í er réttarfarsnefnd.

Þá vill hann að sá sem skipa á í embætti hæstaréttardómara mæti fyrir þingnefnd og svari þar spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara.

Áhugasamir geta horft á upptöku af fundinum hér.