Engin niðurstaða er fengin í frjálsum nauðasamningum Sparisjóðsbankans en undanfarið hafa forráðamenn bankans fundað með kröfuhöfum hans. Sparisjóðsbankinn hefur frest til 28. febrúar til að greiða úr sínum málum. Fundur verður með erlendum kröfuhöfum bankans í næstu viku.

Að sögn Agnars Hanssonar, forstjóra bankans, hefur undanfarinn tími verið notaður til þess að fara yfir kröfur á bankanna. Samningarviðræður eru í gangi milli bankans, ríkisins og erlendu lánadrottnanna. ,,Það sem menn eru að skoða er hvað gæti verið í boði fyrir bankann og hverslags fyrirgreiðslu væri hægt að tryggja og hvort ekki sé hægt að búa þannig um hnútanna að bankinn gæti orðið stoð í endurreisn landsins með því að tryggja að viðskiptalínur væru opnar. Þannig gæti bankinn veitt ábyrgðir fyrir innflytjendur og verið að þjónusta útflytjendur með fyrirgreiðslur í tengslum við viðskipti með erlenda gjaldmiðla og áhættu því tengt.”