Fundur Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, með formönnum þingflokka skilaði ekki árangri í dag. Til fundarins var boðað til þess að ákveða framhald umræðna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar um að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

„Það var engin endanleg niðurstaða þannig að málin munu bara skýrast um helgina,“ segir Einar K. Guðfinnsson í samtali við VB.is. Þó er ljóst að þingfundir munu fara fram í næstu viku en nefndardagar hafa verið í gangi alla þessa vikuna.