*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 11. nóvember 2016 08:47

Fundur Trump og Obama í Hvíta húsinu

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Donald Trump, nýkjörinn forseti, hittust til að ræða valdaframsalið.

Ritstjórn
epa

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald J. Trump, hitti sitjandi forseta, Barack Obama á fundi í Hvíta húsinu í dag þar sem rætt var um valdaskiptin, hvernig þau færu fram og þau helstu málefni sem nýkjörinn forseti þarf að glíma við.

Fundurinn stóð yfir í einn og hálfan tíma, en Trump sagði að venjulega standi slíkir fundir mun skemur yfir. Trump sagði Obama góðan mann og þakkaði fyrir sig og Obama fullvissaði Trump og þjóðina um að hann myndi gera allt sem hann gæti til að vel gengi hjá Trump að taka við stjórnartaumunum.