Á morgunfundi ÍMARK, félags íslensks markaðsfólk, hélt morgunfund nýlega um áhrif samfélagsmiðla á almannatengsl, þar sem meðal annars var leitast við að svara eftirtöldum spurningum: Hvaða rými eiga almannatengsl að hafa í nútíma markaðssamskiptum? Hvað segja almannatenglar, fréttamenn, auglýsingastofufólk, viðskiptavinurinn og opinberir aðilar?

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri hjá Neytendastofu tók fyrir duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum á fundi ÍMARK
Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri hjá Neytendastofu tók fyrir duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum á fundi ÍMARK
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, tók fyrir duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum á morgunfundi ÍMARK um almannatengsl sem fór fram í síðustu viku. Þórunn Anna var ein fjögurra fyrirlesara sem tóku til máls.

Hún sagði misbrest á því að fyrirtæki merki auglýsingar nægilega vel. Oft og tíðum væri það hreinlega vegna þess að fyrirtæki þekki ekki reglurnar um merkingar á auglýsingum. Þá nefndi hún að Instagram væri miðill sem væri óskýr og þess heldur þurfi að merkja auglýsingar vel enda eigi neytendur alltaf rétt á því að vita hvað sé auglýsing og hvað ekki.

Már Másson, yfirmaður markaðsmála hjá Bláa Lóninu sagði áhrifavalda á samfélagsmiðlum vera eins konar vörukynningu á sterum.
Már Másson, yfirmaður markaðsmála hjá Bláa Lóninu sagði áhrifavalda á samfélagsmiðlum vera eins konar vörukynningu á sterum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Vörukynningar á sterum

Aðrir fyrirlesarar voru Már Másson, yfirmaður markaðsmála hjá Bláa lóninu. Hann velti fyrir sér áhrifavöldum á samfélagsmiðlum og hvort slík nálgun eigi alltaf við. Már sagði gesti Bláa lónsins þeirra mikilvægustu áhrifavalda. Hann tók fram að áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem hafa gert sig gildandi á síðustu árin væru í raun einskonar vörukynningar á sterum.

Fyrirtæki eigi að stíga varlega til jarðar þegar þau nýta slíka áhrifavalda. Þá geti verið varasamt að setja vörumerki sitt í hendurnar á aðila sem hefur litla tengingu við vörumerkið og geti þannig stefnt orðspori þess og fyrirtækisins í hættu.

Kristján Hjálmarsson, viðskipta- og almannatengslastjóri hjá HN:Markaðssamskiptum hélt erindi á fundinum.
Kristján Hjálmarsson, viðskipta- og almannatengslastjóri hjá HN:Markaðssamskiptum hélt erindi á fundinum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Kristján Hjálmarsson, viðskipta- og almannatengslastjóri hjá HN:Markaðssamskiptum talaði um stuðning almannatengsla við markaðsstarfið og að markaðssetning á nútíma miðlum byggi að miklu leyti á góðri frétt eða góðri sögu. Kristján tók dæmi um undirskrift samnings milli aðila þar sem í staðinn fyrir skrifborð og handsal var farið í troðslukeppni og rataði sú frétt í helstu fjölmiðla og sjónvarpsfréttir.

Niðurstöður Kristjáns eru þær að vissulega skili slík markaðssetning árangri, hún sé ódýrari en beinar auglýsingar og einnig verðmætari. Hún sé þó ekki fullkomin en getur skilað frábærum árangri með auglýsingum.

Atli Fannar Bjarkarsson, ritstjóri Nútímans tók síðastur til máls á fundinum
Atli Fannar Bjarkarsson, ritstjóri Nútímans tók síðastur til máls á fundinum
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Atli Fannar Bjarkarson, ritstjóri Nútímans tók síðastur til máls og fjallaði um ástar- og haturssamband plöggarans og fjölmiðla. Hann tók dæmi um sniðugar hugmyndir að umfjöllun eða plöggi og hvernig óhefðbundnar fréttir, til dæmis ís sem bráðnar í gluggakistu, sniðugt snapchat og pizzugerðarkeppni geta fengið heilmikinn lestur.

Almannatenglar verði að vera meðvitaðir um samhengi plöggsins og fjölmiðilsins og hvort viðkomanndi frétt passi við fjölmiðilinn sem einblínt er á.

Fullt var út úr dyrum á fundinum sem haldinn var í sal Orkuveitunnar. Fundarstjóri var Einar Ben, meðeigandi og framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar og stjórnarmaður í ÍMARK.

Fundur ÍMARk var haldinn í fundarsal Orkuveitunnar
Fundur ÍMARk var haldinn í fundarsal Orkuveitunnar
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fundargestir fylgdust vel með erindum framsögumanna á fundi ÍMARK um almannatengsl og samfélagsmiðla
Fundargestir fylgdust vel með erindum framsögumanna á fundi ÍMARK um almannatengsl og samfélagsmiðla
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fundur ÍMARK, sem haldinn var í fundarsal Orkuveitunnar, var fjölsóttur
Fundur ÍMARK, sem haldinn var í fundarsal Orkuveitunnar, var fjölsóttur
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fundargestir klöppuðu framsögumönnum á fundi ÍMARK um almannatengls og samfélagsmiðla lof í lófa
Fundargestir klöppuðu framsögumönnum á fundi ÍMARK um almannatengls og samfélagsmiðla lof í lófa
© Aðsend mynd (AÐSEND)