Íslandsbanki stendur fyrir málfundi um efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag, miðvikudaginn 12. september, milli klukkan 16-18.

„Lítil og meðalstór fyrirtæki eru máttarstólpar íslensks hagkerfis og skapa atvinnu fyrir fjölda fólks. Einnig eru þau mikilvæg þegar kemur að fjárfestingum og nýjungum ásamt því að drífa áfram hagvöxt. Þetta ásamt fleiru kemur fram í nýrri skýrslu Reykjavik Economics og Íslandsbanka,“ segir á heimasíðu bankans.

Af því tilefni stendur Íslandsbanki fyrir áhugaverðum fundi um málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi.

Dagskrá:

16.00 Ávarp: Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka

16.10 Efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja: Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavik Economics

16.35 Skapandi hugsun (Design thinking): Þórey Vilhjálmsdóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir, sérfræðingar hjá Capacent

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka stýrir pallborðsumræðum að loknum fundi þar sem taka þátt:

  • Arnar Bjarni Eiríksson, eigandi Landstólpa ehf/Fjölskyldubúsins ehf
  • Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Gæludýr.is
  • Ólafur Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri