Verslunarráð Íslands hefur boðað til morgunverðarfundar í fyrramáli um "Eignartengsl í íslensku viðskiptalífi". Frummælendur eru Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. og Gylfi Magnússon, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Auk þeirra taka þátt í pallborði: Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður EJS hf. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf.

Á fundinum verður leitast við að svara spurningum um það hvort eignatengsl áhrif á samkeppni, gengi hlutabréfa og fjármálastarfsemi? Sömuleiðis hvort eignatengsl í viðskiptalífinu séu skýr og hvort þau eru meiri hérlendis en annars staðar?

Morgunverðarfundurinn verður á morgun, 12. nóvember, kl. 8:30 - 9:45 í Sunnusal Radisson SAS.