Ellefu prófmál, sem eiga að skýra réttarstöðu þeirra sem hafa gengistryggð lán, hafa verið valin og fara fyrir héraðsdóm á næstunni. Þetta kom fram í máli Einars Huga Bjarnasonar lögmanns á fundi um fjármögnunarsamninga sem Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu héldu síðastliðinn fimmtudag. Umboðsmaður skuldara og Samtök fjármálafyrirtækja skipuðu fjóra lögmenn í samráðshóp um málin og var Einar Hugi í þeim hópi. Verkefni hópsins var að greina þau álitaefni sem nauðsynlegt þykir að reyni á fyrir dómi. Málin voru 21 talsins en ellefu voru valin sem þykja hentugust að bera undir dómstóla. Sex þessara mála tengjast lánum einstaklinga og sex lánum fyrirtækja. Samkvæmt samkomulagi við héraðsdómstóla munu þessi mál fá flýtimeðferð. Vænta má niðurstöðu í málunum í fyrsta lagi vorið 2013 en þó eigi síðar en fyrir árslok 2013.

fundur um fjármögnunarsamninga og réttaróvissu
fundur um fjármögnunarsamninga og réttaróvissu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gestir fylgdust áhugasamnir með því sem fram fór á fundinum.

fundur um fjármögnunarsamninga og réttaróvissu
fundur um fjármögnunarsamninga og réttaróvissu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Tilgangur fundarins var að skýra þá óvissu sem fjölmörg fyrirtæki eru í vegna fjármögnunarsamninga.

fundur um fjármögnunarsamninga og réttaróvissu
fundur um fjármögnunarsamninga og réttaróvissu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Erindi Einars Huga Bjarnasonar lögmanns vakti athygli meðal fundargesta.