Í gær efndu Vendum, Félag kvenna í atvinnulífinu, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Opni háskólinn, Deloitte , Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslandsbanki  til ráðstefnu í Hörpu um fjölbreytni í stjórnum fyrirtækja. Þar var leitast við að skoða hvernig miðar í því að auka fjölbreytnina.

Þann 1. september 2013 taka gildi lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Lögin ná til hlutafélaga, einkahlutafélaga, samlagshlutafélaga og opinberra hlutafélaga  þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli

Rætt var við Eggert Guðmundsson og Marianne Økland í VB Sjónvarpi.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Það var mikið rætt um konur og áhrif þeirra í stjórnum fyrirtækja á fundinum í gær.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eggert Guðmundsson, forstjóri N1, sagði að ef menn myndu ekki átta sig á því hversvegna þörf væri á konum í stjórnir gæti þurft að setja veiðigjald á þær.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Marianne Økland fjallaði um áhrif kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hún hélt langa og líflega ræðu þar sem hún fjallaði meðal annars um það hvernig konur ættu að klæða sig á stjórnarfundum.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fundurinn var haldinn í Kaldalóni í Hörpu þar sem var þétt setið.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Finnur Sveinbjörnsson spurði Margréti Sanders, framkvæmdastjóra Deloitte, að því afhverju Eimskip gengi vel á hlutabréfamarkaði þar sem engar konur væru í stjórn fyrirtækisins. Margrét svaraði því á þann hátt að hún hefði nú aldrei getað skilið íslenskan hlutabréfamarkað.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fundurinn fór fram í Kaldalóni í Hörpu.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jónína Bjartmarz fjallaði um íslenskar konur í Kína.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Vendum, Félag kvenna í atvinnulífinu, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Opni háskólinn, Deloitte , Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslandsbanki stóðu fyrir fundinum í Hörpu.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fundarstjórar voru Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, og Alda Sigurðardóttir, annar eigenda Vendum.

Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
Fjölbreytni í stjórnum – erum við á réttri leið?
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)