*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 17. nóvember 2016 10:22

Fundur um kaup á fyrstu fasteign

Fundur Viðskiptablaðsins og Almenna lífeyrissjóðsins um ný lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign verður 22. nóvember.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Almenni lífeyrissjóðurinn og Viðskiptablaðið halda opinn fund um ný lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign og önnur atriði sem koma sér vel fyrir ungt fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið.

Framsögumenn verða Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og höfundur bókarinnar Lífið er framundan, Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, og þær Helga Indriðadóttir og Eva Ósk Eggertsdóttir hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Fundarstjóri verður Kristófer Már Maronsson, hagfræðinemi við Háskóla Íslands og formaður Stúdentaráðs.

Fundurinn er opinn öllum og verður haldinn þriðjudagskvöldið 22. nóvember 2016 klukkan 20.00 í Bíósal Hótel Natura á Nauthólsvegi. Fundurinn verður einnig í beinni útsendingu á vef Viðskiptablaðsins, www.vb.is.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is