Almenni lífeyrissjóðurinn og Viðskiptablaðið halda opinn fund um ný lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign og önnur atriði sem koma sér vel fyrir ungt fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið.

Framsögumenn verða Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og höfundur bókarinnar Lífið er framundan, Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, og þær Helga Indriðadóttir og Eva Ósk Eggertsdóttir hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Fundarstjóri verður Kristófer Már Maronsson, hagfræðinemi við Háskóla Íslands og formaður Stúdentaráðs.

Fundurinn er opinn öllum og verður haldinn þriðjudagskvöldið 22. nóvember 2016 klukkan 20.00 í Bíósal Hótel Natura á Nauthólsvegi. Fundurinn verður einnig í beinni útsendingu á vef Viðskiptablaðsins, www.vb.is.