Arion banki stóð fyrir kynningafundi vegna almenns útboðs á hlutabréfum í Reitum fasteignafélagi síðastliðinn föstudag. Útboðið hófst í dag og stendur til föstudags. Kauphöllin samþykkti einnig í dag að taka hlutabréf félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti Reita á Aðalmarkaði verði 9. apríl næstkomandi.

Á fundinum talaði Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka, Guðjón Auðunsson forstjóri Reita, Einar Þorsteinsson framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Reita, Kristófer Þór Pálsson forstöðumaður fjárfestingabankasviðs Arion banka og Stefán Broddi Guðjónsson hjá greiningardeild bankans. Fundurinn var haldinn í salarkynnum bankans og var fjölsóttur.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)