Miklar verðlækkanir hafa verið á hrávörumörkuðum undanfarið. Má þar m.a. nefna að olíuverð hefur ekki verið lægra í rúmlega áratug. Hrávörumarkaðir eru almennt lítið til umræðu á Íslandi þótt þeir séu mjög áhugasamir. VÍB hélt í gær fræðslufund hrávörumarkaðinn, en áhersla fundarins var á olíu og málma.

Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingarstjóri hjá VÍB flutti erindi á fundinum. Meðal þess sem rætt var um á fundinum var hversu hátt olíuverð þurfi að vera til að það sé hagkvæmt fyrir hin ýmsu olíuvinnslulönd að sækja olíuna og hvert verðið þurfi að vera til að opinber fjármál standi undir sér.

Auk þess var rætt um fjárfestingar í eðalmálmum, s.s. gulli og silfri, þar sem miklar sveiflur hafa áhrif á verð.