Fundur forsætisráðherra og fjármálaráðherra þar sem tilkynnt um hversu miklar skuldaniðurfellingar þeir sem voru með verðtryggð lán á árunum 2007-2010 fá fer fram kl 16 í Hörpu.

Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps fer á fundinum yfir forsendur, framkvæmd og áhrif aðgerðanna.

Beinar lýsingar verða frá fundinum, m.a. á mbl.is og í Ríkisútvarpinu.

Fjallað verður um fundarefnið á vb.is og leitað viðbragða í þjóðfélaginu.