„Ég hvorki hvatti menn til að sitja heima eða til að fara,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Félagið hefur lýst sig andsnúið þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda við ESB. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, sagði um síðustu helgi viðræðuslit án þjóðaratkvæðagreiðslu ein stærstu svik íslenskra stjórnmála. Athygli vakti á fundi sem Bjarni hélt í Valhöll á mánudag að þar sáust engir forystumenn úr Félagi Sjálfstæðra Evrópumanna.

Spurður hvort þetta segir Benedikt: „Þetta snýst ekki um að koma höggi á Bjarna heldur eru menn ósammála um þessi atriði. En svo var þetta hans vettvangur.“ Sjálfur tók Benedikt þátt í því að mótmæla afstöðu ríkisstjórnarinnar í málinu framan við Alþingishúsið síðdegis á þriðjudag.