*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 1. júlí 2021 18:03

Furðar sig á á­lyktunum Ás­geirs

Kon­ráð S. Guð­jóns­son er ó­sam­mála Ás­geiri Jóns­syni seðla­banka­stjóri og segir að það hafi aldrei áður verið byggt jafn mikið af í­búðum.

Snær Snæbjörnsson
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Eyþór Árnason

Kon­ráð S. Guð­jóns­son,að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri og hagfræðingur Við­skipta­ráðs, hefur bæst í hóp þeirra sem furðar sig á á­lyktun Ásgeirs Jóns­sonar Seðla­banka­stjóra um að hækkanir á fast­eignar­markaði síðast­liðið ár séu vegna í­búða­skorts.

Í Twitter færslu bendir Kon­ráð á að aldrei áður hafi verið byggt jafn mikið af í­búðum og að ekki hafi verið byggt jafn mikið um­fram fólks­fjölgun í ára­tug. Þá séu vís­bendingar á lofti um að upp­bygging í­búða sé að færast í aukana að nýju.

Krist­rún Frosta­dóttir, odd­viti sam­fylkingarinnar í Reykja­vík suður, gagnrýndi fyrr í dag um­mæli Ás­geirs í Frétta­blaðinu um að þétting byggðar og tak­markað fram­boð af lóðum á höfuð­borgar­svæðinu út­skýrði þær miklu hækkanir sem hafa átt sér stað á fast­eigna­markaði það sem af er ári.

Telur Seðlabankastjóra fara með rangfærslur

Þá telur Konráð að Ás­geir fari með rang­færslur varðandi heimildir um fjár­magns­höft. Ás­geir sagði við Fréttablaðið að „það heyrðist ekkert frá Húsi at­vinnu­lífsins nema eitt­hvert tuð um að Seðla­bankinn hefði allt í einu fengið heimild til að setja á fjár­magns­höft. Sú heimild hefur verið til staðar í ára­tugi. Þessar breytingar leiða til þess að Ís­land er tekið af lista OECD yfir lönd sem eru með fjár­magns­höft."

„Önnur saga kannski, en jafn­vel enn furuðu­legra og hrein­lega rangt. Hið rétta var að það átti að hafa heimild til að setja varan­leg fjár­magns­höft með reglu­gerð. Það var nýtt og var enda sett skil­yrði að slíkt gæti að­eins verið tíma­bundið í endan­legum lögum," segir Kon­ráð í færslunni.

Konráð bætir þó við að sveitarfélög gætu „látið skipulagsferlið ganga hraðar og auðveldar fyrir sig - þar hlýtur að vera hægt að gera betur. Það hefur vafalítið haft áhrif á verð, bara alls ekki síðasta ár eða svo, heldur árin á undan.“