Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efnir til morgunverðarfundar í fyrramálið um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að mikið hafi verið rætt um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að undanförnu.

„Auknu athafnafrelsi ættu að fylgja auknar kröfur um ábyrgð fyrirtækja en ekki verður annað séð af orsökum efnahagshrunsins að þar hafi verið skortur á. Viðskiptalífið þarf að bæta þar úr og gera auknar kröfur til fyrirtækja um að þau starfi í sátt við umhverfi sitt og stuðli að velferð í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni.

Frummælendur fundarins verða Þóranna Jónsdóttur, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri HF Verðbréfa og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar. Orri Hauksson, verkfræðingur og MBA frá Harvard, stýrir fundi og fyrirspurnum úr sal.

Sjá nánar