Tvö brasilísk félög hafa boðið 611 milljón Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmum 70 milljarði íslenskra króna, fyrir bandaríska bananafyrirtækið Chiquita. Þessu greinir BBC frá.

Ávaxtasafaframleiðandinn Cutrale og Safra hafa boðið 13 dollara, eða um 1500 krónur, fyrir hvern hlut í félaginu. Eftir að boðið barst hækkuðu hlutabréf Chiquite í New York um 31%.

Tilboðið er mjög svipað samrunanum sem Chiquita bauðst við írska ávaxtaframleiðandann Fyffes í mars. Sá samruni myndi gera nýja fyrirtækið, sem metið yrði á milljarð Bandaríkjadala, það stærsta á bananamarkaðnum.