Sjónvarpsframleiðandinn Vizio þarf að greiða 2,2 milljónir dollara í bætur til viðskiptavina sinna eða því sem samsvarar 251,4 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Málið snýst um það að framleiðandinn safnaði gögnum um áhorfsvenjur viðskiptavina sinna og seldi til þriðja aðila. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Í upplýsingum frá eftirlitsstofnun verslunarinnar í Bandaríkjunum, þá hafði Vizio sjónvörpin tekið saman gögn yfir sjónvarpsáhorf einstaklinga sem áttu sjónvörp frá þeim. Vizio lagði þó áherslu á að ekki var hægt að tengja sjónvarpsáhorfið við einstaklinga.

Gagnasöfnunin hófst árið 2014 og var fylgst með sjónvarpsáhorfi 11 milljón sjónvarpsnotenda. Gögnin voru send til fyrirtækja.