Í nýrri könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda hefur Guðni Th. Jóhannesson 59,2% fylgi. Á eftir honum er Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,3% fylgi. Andri Snær Magnason rithöfundur er þá með 8,8% fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 1,7% fylgi. Nýjasti frambjóðandinn í forsetaslagnum, Davíð Oddsson, mælist þá með 3,1% fylgi.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, tilkynnti um framboð sitt þegar 3/4 gagnaöflunar könnunarinnar hafði verið aflokið en honum var bætt við sem svarmöguleika um leið og hann tilkynnti framboð sitt. Um 27% svarenda fengu Davíð því sem svarmöguleika. Ljóst er að framkvæma þarf aðra könnun til þess að nákvæmari mynd fáist af fylgi Davíðs.

Mest fylgi hefur Guðni Th. meðal kvenna og þeirra sem hafa lengri skólagöngu að baki. Ólafur Ragnar aftur á móti hefur mest fylgi meðal karlmanna og þeirra sem hafa styttri skólagöngu að baki - en auk þess hefur hann betra fylgi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Andri Snær hefur þá mest fylgi meðal ungs fólks og þeirra sem eru lengur en skemur skólagengnir.