Fylgi Samfylkingar flokkað eftir kjördæmum.
Fylgi Samfylkingar flokkað eftir kjördæmum.
© vb.is (vb.is)

Fylgi Samfylkingarinnar mælist hæst í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en lægst á Suðurlandi. Í Reykjavík leiða þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson sitthvorn listann.

Í nýlegum þjóðarpúls Gallup mældist Samfylkingin með tæplega 24% fylgi á landsvísu og er samkvæmt því næst stærsti flokkur landsins. Viðskiptablaðið hefur undir höndum niðurstöðu Þjóðarpúlsins eftir einstaka kjördæmum.

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan mælist Samfylkingin með rúmlega 27% fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum og tæplega 19% fylgi í Norðvesturkjördæmi. Þá mælist Samfylkingin með 25,6% fylgi í Suðvesturkjördæmi.

Fylgi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mælist nú um 17%, sem er nokkuð undir fylgi flokksins á landsvísu. Í Suðurkjördæmi leiðir Björgvin G. Sigurðsson lista Samfylkingarinnar.

Lægsta fylgi Samfylkingarinnar er hins vegar í Norðausturkjördæmi, þar sem Kristján G. Möller er oddviti flokksins. Þar mælist fylgi flokksins nú tæplega 17%.

Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfa af þessari frétt var sagt að fylgi Samfylkingarinnar væri lægst í Suðurkjördæmi og um leið birt mynd af Björgvin G. Sigurðssyni, oddvita flokksins í því kjördæmi. Það er hins vegar ekki rétt þar sem lægsta fylgi flokksins mælist í NA-kjördæmi.

Þá var fylgi Samfylkingarinnar einnig ofreiknað í NV-kjördæmi. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fylgi Samfylkingarinnar í kjördæminu sagt um 26% en hið rétta er að fylgið er tæp 19%.